Þökk sé samstarfsaðila okkar er efnið aðgengilegt öllum fjölskyldum á Íslandi.

Geðverndarfélag Íslands var stofnað 17. janúar 1950 með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi geðheilbrigði fyrir alla og stuðla að bættri geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Félagið hefur frá upphafi verið leiðandi í geðheilbrigðismálum og hefur meðal annars verið brautryðjandi í að kynna og innleiða Solihull aðferðina hér á landi. Geðverndarfélagið býður upp á fjölbreytt námskeið og fræðslu tengt Solihull aðferðinni fyrir fagfólk.

Togetherness er teymi fagfólks í heilbrigðisþjónustu Bretlands sem sérhæfir sig í tilfinningalegri og geðrænni heilsu. Teymið leggur áherslu á forvarnir, fræðslu og gagnreynda kennsluhætti í starfi sínu á Bretlandi og víðar í heiminum. 

Togetherness veitir verkfæri sem styrkja og auka tilfinningalæsi, seiglu og almenna vellíðan. Togetherness hjálpar okkur að styrkja sambönd og tengsl sem leiðir til þess að við eigum samskipti og komum fram hvert við annað á heilbrigðari hátt. 

Togetherness býður upp á gagnlegan og aðgengilegan stuðning fyrir alla.