Gjaldfrjáls netnámskeið og önnur fræðsla um heilaþroska barna, tilfinningalega heilsu og foreldrahlutverkið, sem ýtir undir heilbrigðari samskipti og meiri gleði í daglegu lífi.

Geðverndarfélag Íslands vill tryggja að íslenskt samfélag hafi aðgang að helstu netnámskeiðum Togetherness á íslensku og vinnur því að þýðingu þeirra. Námskeiðin eru hýst á vefsvæðum í Bretlandi og þess vegna er heildarviðmót síðunnar, stefna varðandi friðhelgi einkalífs, skilmálar og annað efni á ensku. Það er von Geðverndarfélagsins að þetta standi ekki í vegi fyrir því að þú nýtir þetta frábæra tækifæri til að fræðast þér að kostnaðarlausu.
eða
Notaðu aðgangskóðann:
Lærðu um þroskaferli barna og finndu fyrir meira öryggi og sjálfstrausti í foreldrahlutverkinu.
Á námskeiðunum er farið yfir þroskaáfanga í þroskaferli barna og þar er að finna gagnleg ráð og hugmyndir frá öðrum foreldrum og fagfólki innan heilbrigðisþjónustunnar.

Aðgengileg fræðsla fyrir ömmur og afa sem vilja skilja betur breytilegar þarfir barna í nútímasamfélagi.
Á námskeiðunum finnurðu verkfæri sem aðstoða þig í að bregðast við mismunandi hegðun og ala upp börn sem þrífast og dafna í lífinu.

Netnámskeið sérstaklega útbúin fyrir unglinga til að hjálpa þeim að skilja sjálfa sig betur og auka almenna vellíðan sína.
Hefur þú einhvern tíma spáð í af hverju það er stundum erfitt að taka ákvarðanir eða af hverju tilfinningar geta verið sterkar og jafnvel yfirþyrmandi? Á þessum netnámskeiðum er farið yfir hvernig heilaþroski á unglingsárunum hefur áhrif á líðan og hegðun. Farðu í gegnum námskeiðin á þínum tíma og þínum hraða.

Hvernig getur skilningur á tilfinningaheilsu ungbarna hjálpað með algeng svefnvandamál?

Hvernig getur þú stutt barnið þitt þegar það byrjar á nýju skólastigi eða skiptir um skóla?

Togetherness er teymi fagfólks í heilbrigðisþjónustu Bretlands sem sérhæfir sig í tilfinningalegri og geðrænni heilsu. Teymið leggur áherslu á forvarnir, fræðslu og gagnreynda kennsluhætti í starfi sínu á Bretlandi og víðar í heiminum.
Togetherness veitir verkfæri sem styrkja og auka tilfinningalæsi, seiglu og almenna vellíðan. Togetherness hjálpar okkur að styrkja sambönd og tengsl sem leiðir til þess að við eigum samskipti og komum fram hvert við annað á heilbrigðari hátt.
Togetherness býður upp á gagnlegan og aðgengilegan stuðning fyrir alla.
„Þetta námskeið hefur verið ómetanleg gjöf. Það hefur breytt og mun breyta svo mörgu í lífi mínu. Ég er án nokkurs vafa betra foreldri og heildstæðari og ánægðari manneskja fyrir vikið. Ég vildi óska að ég hefði vitað þetta fyrir mörgum árum síðan!“
Að skilja barnið: Frá smábarni til unglings
„Sonur minn sem er 15 ára horfði á myndböndin um skynúrvinnslu. Hann tengdi ýmislegt við hegðun bróður síns, en sá sjálfan sig líka. Hann sagði: „Mamma, þetta er ég, og þetta er ástæðan fyrir því að ég geri það sem ég geri!“ Hann bað mig um tengilinn fyrir myndböndin og sendi á vin sinn, sem hafði kallað hann skrítinn, í þeim tilgangi að auka skilning hans. Hann opnaði sig líka fyrir vinahópi sínum og getur nú rætt einhverfu sína þar og hvernig það er að vera hann.“
Að skilja barn með sérþarfir
„Hlutirnir eru settir fram á hátt sem auðvelt er að skilja og ég mun ekki lengur reyna að breyta því sem er líffræðilegt og ég get ekki breytt.“
Að skilja heilann (bara fyrir unglinga!)
Mismunandi þjálfun í boði fyrir fagfólk sem starfar með börnum.
Í verkfærasafninu okkar finnurðu efni og gagnleg tól sem hjálpa þér að kynna og koma námskeiðunum á framfæri.
Fylgdu Solihull aðferðinni á Íslandi á samfélagsmiðlum til að fá nýjustu fréttir og upplýsingar.
Ef þig vantar tæknilega aðstoð geturðu sent fyrirspurn hér eða sent tölvupóst á support@togetherness.co.uk. Athugaðu að tæknileg aðstoð er eingöngu í boði á ensku.
Öðrum fyrirspurnum má beina til Geðverndarfélagsins sem er leyfishafi Togetherness – Solihull aðferðarinnar á Íslandi.
Tölvupóstfang: gedvernd@gedvernd.is
Símanúmer: 552-5508